Skilmálar
Skilmálar acan.is
1. Almenn ákvæði
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu acan.is. Eigandi Acan.is er Acan wines ehf kt 620618-0200 Borgartún 31, 105 Reykjavík. Hér eftir Acan.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur acan.is annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Þessir skilmálar eru samþykktir við innskráningu eða fyrstu vörukaup eða þjónustu.
„Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 20 ára „Kaupandi“ getur líka verið fyrirtæki en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga þá við. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. Acan.is selur vörur eða þjónustu til kaupanda á vefverslun sínu. acan.is býður einnig kaupanda að fá vöruna senda á næstu Dropp stöð, senda heim til sín eða sækja á lager Acan.is að Borgarhellu 4, 221 Hafnafirði.
2. Upplýsingar um verð
Verð í vefverslun Acan.is og í sendum markpóstum eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Acan.is áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Acan.is mun hafa samband við viðskiptavin og bjóða nýja vöru eða endurgreiðlsu
3. Persónuuplýsingar
Hér getur þú nálgast persónuverndarstefnu Acan.is.
4. Greiðsla
Hægt er að greiða á ýmsa vegu hjá Acan.is
- Kort: hægt er að greiða samtímis með debit- eða kreditkorti. Greiðsla með korti fer í gegnum örugga greiðslugátt frá saltpay
- Netgíró: Hægt er að greiða með því að nota Netgíró, færist þá viðskiptavinur inn á greiðslusíðu netgíró og greiðir þar.
- Millifærsla: Hægt er að greiða með því að millifæra inn á reiknig Acan.is eins og kemur fram við greiðslu fer pöntun í gang um leið og greiðsla hefur borist inn á reikning Acan.is
5. Skilaréttur
Aðeins er tekið við vörum í óopnuðum umbúðum hjá Acan.is. Nema um gallaða vöru er að ræða er varan endurgreidd að fullu innan 2 mánaða frá því að neytandi varð var við galla. Acan áskilur sér að sannreyna að varan sé gölluð.
6. Annað
Acan.is áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála, kaupanda verður tilkynnt um þær breytinar sem mun verða á þessum skilmálum.
7. Varnarþing
Rísi upp ágreiningur um þessa skilmála má reka mál vegna þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr 91/1991.