"Aromanes er mörgum ferskt í minni enda eitt af vinsælli vínum okkar frá því síðasta sumar og enda alveg meitiháttar rósarvín sem hefur unnið til margar virtra verðlauna. Elegant vín sem á sérlega vel við á sumrin.
Fínleg blanda af ferskleika og vott af ávexti sem kemur úr vel völdum jarðvegi í Provence, Frakklandi þar sem plönturnar vaxa í hæðunum og niður að sjó.
Vínið er blanda af 30% Cinsault / 25% Syrah / 25% Grenache / 20% Mourvèdre og er uppskeran gerð með sjálfbærum hætti að næturlagi frá miðjum ágúst til enda september mánaðar.
Fagurbleikt á lit með bláum tónum, ferskur ilmur af ástaraldin, mandarínum, greip og perum.
Vínið hefur unnið til eftirfarandi verðlauna Coucours Bruxelles:
ARGENT 2021 og Sakura Awards: OR 2021. Þá var það jafnframt valið besta rósarvínið í Vinum International Wine competition, WORLD OF ROSE 2021 í flokknum "" Best of region"" Jarðaber og harðir ostar"
Styrkleiki | 12,5% |
Framleiðandi | Aromanes |
Land | Frakkland |
Hérað | côtes de provence |
Árgangur | 2020 |
Stærð umbúða |
750ML |