Í takt nýja tíma hafa hollenskir hugsjónamenn kynnt til sögunnar Flueré íblöndunardrykki. Þetta eru 0% drykkir sem sækja innblástur í klassíska áfenga drykki á borð við gin, romm og viskí og bruggaðir með sömu aðferð, en án áfengis. Hráefnin eru þau allra bestu sem völ er á; sykurreyr frá Dóminíska lýðveldinu, einiber frá víðáttum Himalaja-fjallanna, ilmandi lofnarblóm frá Frakklandi og sítrónur frá löndum Miðjarðarhafsins. Útkoman er margslungið bragð í fullkomnu jafnvægi sem skilur eftir sig þennan sérstaka neista sem við annars þekkjum bara frá áfengum drykkjum. Flueré býður Original, Amber, Pink og Smoked Agave, fullkomnir til íblöndunar til að kalla fram kokteila og blandaða drykki sem eru ýmist með lágt áfengismagn eða einfaldlega 0%.
Þér gæti einnig líkað við..
Meira af Fluré drinks
Meira af Allar vörur
Nýlega skoðaðar vörur